FM Fréttir

23.06.2014 14:48
Transformers: Age Of Extinction

FM957 & Paramount bjóða í bíó

Stórmyndin Transformers:  Age Of Extinction verður heimsfrumsýnd á Íslandi miðvikudaginn 25 júní.  Paramount og FM957 munu bjóða nokkrum heppnum hlustendum miða sem gilda á meðan myndin er í sýningu.

Fjórða Transformers-myndin, Age of Extinction, gerist fjórum árum eftir atburðina og uppgjörið í síðustu mynd, Dark of the Moon. 
Mark Wahlberg leikur vélvirkja og einstæðan föður tveggja barna sem lifir á því að gera upp gamla bíla eða selja úr þeim varahluti. 
Dag einn kemst hann yfir gamlan og gatslitinn trukk en þegar hann byrjar að vinna við hann kemur í ljós að þetta er enginn venjulegur bíll 

Það er enginn annar en Mark Wahlberg sem fer með aðalhlutverkið í myndinni en hún er í leikstjórn Michael Bay.

Myndin fer í almenna sýningu í Bandaríkjunum 27 júní.

Til bakaThe control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 07:00 - 10:00Brennslan
  • 10:00 - 14:00Vala Eiríks
  • 14:00 - 15:00Músik Maraþon
  • 15:00 - 18:00Seinni parturinn
  • 18:00 - 22:00Topp tónlist
  • 22:00 - 07:00Topp tónlist

Fylgstu með okkur


Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.