FM Fréttir

21.05.2014 15:56
David Guetta í Höllinni - viðbót við frábært kvöld

David Guetta verður í góðum félagsskap þann 16 júní

Eins og alþjóð veit þá mætir einn vinsælasti tónlistarmaður heims til Íslands og heldur tónleika þann 16 júní.

David Guetta mætir með öll sín vinsælustu lög og tryllir lýðinn í Laugardalshöll þann 16 júní.

Föstudaginn 16 júní tilkynnti Dj Muscleboy að hann væri að fara hita upp fyrir David Guetta og hefur Egill farið hamförum á samfélagsmiðlum þar sem hann tilkynnir stoltur að hann sé að fara hita upp fyrir goðsögnina sjálfa og hefur lofað frábærri sýningu með ýmsum aðilum sem standa á sviðinu með honum.

 

Í dag 21 maí var svo gengið frá því að fleiri sjóðandi heit atriði verða í eldlínunni þann 16 júní.

Emmsjé Gauti & Úlfur Úlfur munu troða upp ásamt drengjunum í Agent Fresco sem leika á hljóðfæri með þeim.

Einnig munu Friðrik Dór, Steindi Jr og Bent sjá um að gera allt vitlaust í Höllinni og spila öll sín bestu lög frá upphafi.

 
Það má því með sanni segja að kvöldið verði troðfullt af skemmtun og frábærum tónlistaratriðum.

 
Ekki seinna vænna að tryggja sér miða á www.miði.is

 

Það eru Sky Agency, Burn, Domino‘s og World Class sem færa þér David Guetta í Laugardalshöll þann 16 júní.

Til bakaThe control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 07:00 - 10:00Brennslan
  • 10:00 - 14:00Vala Eiríks
  • 14:00 - 15:00Músik Maraþon
  • 15:00 - 18:00Seinni parturinn
  • 18:00 - 22:00Topp tónlist
  • 22:00 - 07:00Topp tónlist

Fylgstu með okkur


Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.