FM Fréttir

13.01.2015 16:42
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin farin af stað!

Aðalkosning fyrir Hlustendaverðlaunin er nú hafin fyrir Hlustendaverðlaunin 2015, en áður voru útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 með forkosningu sem lauk í síðustu viku.
Hlustendaverðlaunin heiðra íslenskt tónlistarfólk í 7 flokkum fyrir tónlistarsköpun árið 2014. Lag árins, plata árins, söngkona ársins, söngvari ársins, flytjandi árins, myndband ársins og nýliði ársins auk þess sem erlenda lag ársins er valið.

Efstir úr hverjum flokki í forkosningu sameinast í aðalkosninguna sem verður á Vísi næstu daga. Með þessu fyrirkomulagi fá allar útvarpsstöðvarnar og hlustendur þeirra jafnt vægi. Stöðvarnar hafa ólíkan markhóp og áherslur. Með þessu fyrirkomulagi næst þverskurður á íslenska tónlist árið 2014 og allir fá jafnt tækifæri. Valið í tilnefningarnar kemur frá hlustendum þannig að þeir sem verða útnefndir á Hlustendaverðlununum er val almennings í landinu.
 

Hlustendaverðlaunin vera afhent á glæsilegu tónlistarhátíð í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bravó frá Gamla Bíó 6. febrúar næstkomandi. 

Á hátíðinni verður boðið upp á flott tónlistaratriði og mikla skemmtun. Hlustendaverðlaun Bylgjunnar, FM957 og X977 fóru fyrst fram fyrir ári síðan og heppnuðust sérstaklega vel.
Kosningunni á Vísi lýkur 25. janúar janúar.

Til bakaThe control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur


Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.