FM Fréttir

19.08.2014 14:25
Into The Storm

FM957 gefur miða á kvikmyndina Into The Storm verður frumsýnd miðvikudaginn 20 ágúst í Sambíóunum.

Líf íbúanna í bænum Silverton fer dag einn á hvolf í orðsins fyllstu merkingu þegar margir gríðarlega öflugir skýstrokkar myndast skyndilega yfir bænum og rífa í sig allt sem á vegi þeirra verður.       

BÚÐU ÞIG UNDIR ÞAÐ VERSTA!      

Það má segja að móðir náttúra sé í stærsta hlutverkinu í hamfaramyndinni Into the Storm sem frumsýnd verður þann 20. ágúst og lofar góðu. Myndin þykir afar vel gerð þar sem stanslaus spenna og mikill hasar fær áhorfendur til að grípa andann á lofti.Þótt íbúar bæjarins Silverton í Michigan viti vel að þeir megi eiga von á öflugum stormsveipum öðru hverju yfir sumarmánuðina dettur engum þeirra í hug það sem koma skal daginn sem útskriftarhátíð nemenda í háskóla bæjarins stendur fyrir dyrum.

Skyndilega byrjar að hvessa og rigna og innan nokkurra mínútna myndast yfir bænum öflugir skýstrokkar sem þeyta í byrjun öllu lauslegu upp í loft en ná fljótlega slíkum ofurstyrk að þeir taka að rífa í sig hús og önnur mannvirki þar sem fjöldi fólks hefur leitað skjóls. Þar með breytist undrun og skelfing íbúanna í æsispennandi lífsbaráttu og gríðarlegt kapphlaup við tímann og náttúruöflin...     

 Þetta eru miðar sem gilda á meðan myndin er í sýningu.

Til bakaThe control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur


Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.