FM Fréttir

30.04.2013 10:23
Jeff Dunham á Íslandi í september!

Jeff Dunham, einn vinsælasti grínisti Bandaríkjanna samkvæmt Time Magazine, er á leiðinni til landsins! Hann mun koma fram í Laugardalshöllinni þann 20. september n.k.

Forbes tímaritið segir að Dunham sé einn áhrifamesti skemmtikraftur vesturlanda en efni frá honum hefur notið gríðarlegra vinsælda, hvort sem um er að ræða áhorf á sjónvarpsþættina hans, upptökur á YouTube eða sölu á DVD diskum. Erlendis fyllir hann risa tónleikahallir - hvert sem hann fer.

Allar hans dáðustu persónur mæta á sviðið: 
- Walter Bubba J
- Jose Jalapeno
- AJ
- Jeff litli
- Achmed the Dead Terrorist

Miðasalan hefst fimmtudaginn 2. maí klukkan 10:00 á www.midi.is og í síma 540-9800

Til bakaThe control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 07:00 - 12:00Topp tónlist
  • 12:00 - 16:00Brynjar Már
  • 16:00 - 18:00Íslenski listinn
  • 18:00 - 22:00Yngvi Eysteins
  • 22:00 - 07:00Topp tónlist

Fylgstu með okkur