Smárabíó í samstarfi við Stöð 2 Sport heldur áfram að ryðja brautina í beinum útsendingum frá heimsklassa íþróttaviðburðum í þrívídd.
Nú er komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en eins og kunnugt er slást Bayern Munchen og Borussia Dortmund um þennan eftirsótta titil og fer viðureignin fram laugardaginn 25. maí á Wembley vellinum í London.
Hægt verður að sjá leikinn í beinni í Smárabíói og þar að auki í hágæða þrívídd og óviðjafnanlegum mynd- og hljóðgæðum.
Mikil spenna er fyrir leiknum og í þau skipti sem áður hefur verið boðið upp á slíkar 3D útsendingar hafa mun færri komist að en vilja; það má því búast við að barist verði um sætin í Smárabíói.
Miðasala hefst á fimmtudag klukkan 10:00 á miði.is og kostar miðinn 2.500.
Dagskráin í dag
Fylgstu með okkur
Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.
Facebook