FM Fréttir

21.05.2014 16:01
Secret Solstice tónlistarhátíðin í Laugardalnum

Meira en 150 tónlistaratriði á 5 sviðum á Secret Solstice

Secret Solstice tónlistarhátíðin verður í Laugardalnum yfir sumarsólstöðurnar í Júní og hefur nú þegar verið nefnd sem ein af þeim hátíðum sem allir ættu að upplifa af fjölmörgum erlendum miðlum. Búist er við 3000 manns nú þegar og þá aðalega frá Bretlandi. BBC travel show er búið að fjalla um festivalið og jafvel Time Magazine segir að þetta sé eitt af þeim festivalum sem ekki má missa af. 

Í Laugardalnum í Júní koma fram meira en 150 tónlistaratriði þeirra á meðal Massive Attack, Disclosure, Woodkid, Banks og Schoolboy Q. Ekki missa af einstakri 3-daga tónlistarhátíð í höfuðborginni í sumar fullri af frábærri tónlist og upplifðu Laugardalinn eins og þú hefur aldrei séð hann áður.

Njóttu 3-daga tónlistarveilsu í Laugardalnum yfir sumarsólstöðurnar þegar sólin sest aldrei. Tónlistarfólk eins og Massive Attack, Disclosure, Woodkid, Schoolboy Q og Banks ásamt fjölda annara mæta á svæðið og sjá fyrir frábærri tónlistardagskrá. Ekki missa af þessari frábæru skemmtun og komdu og njóttu sumarsins með okkur.

Secret Solstice er hátíð sem er haldin á lengsta degi ársins. Sólin fer aldrei niður á þessari veglegri tónlistarhátíð og verða u.m.b. 30 manns í vinnu að skreyta svæðið vikuna áður en að hátíðin fer af stað.

Þessi hátíð fer fram á fimm sviðum í Laugardalnum. Aðalsviðið þar sem Massive attack, Schoolboy Q, Disclosure og Banks munu koma fram er á Þrottarvellinum sjálfum en 3 svið verða síðan á vellinum sem er á milli Þróttarvallarins og Skautarhallarinnar. 

Föstudaginn 20 júní byrjar lifand tónlist frá 12 - 12  á 4 sviðum víð og dreyf um Laugardalinn en fyrir djammþyrsta tónleikagesti opnar skautahöllin og verður partýinu haldið áfram til klukkan 3 að nóttu. Þar munu meðal annars plötusnúðar á borð við Jamie Jones, Carl Craig og Kerri Chandler koma fram.

Veitingar frá vífilfell verða á staðnum, áfengi og drykkir seldir ásamt Lemon, Kjötsúpuvagnin, Hamborgarafabrikan eru meðal þeirra fyrirtæka sem að verða með veitingar á staðnum svo eitthvað sé nefnt

Frá 9 að morgni til þangað til 12 um hádegi, helgina 20 - 22 júní á Secret Solstice mun vera spiluð lifandi tónlist í Laugardagslauginni. Þar mun einhver óvæntur gestur sem spilar á hátíðinni koma fram og dansað 

 

Miðasala í fullum gangi á http://secretsolstice.is/

Til bakaThe control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur


Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.