FM Fréttir

04.05.2015 13:36
Rae Sremmurd í Laugardalshöllinni í ágúst!

Ein heitasta hljómsveit heims er væntanleg til Íslands 27. ágúst og heldur stórtónleika í Höllinni. Þeirra stærsta lag "No Type" er komið með tæplega 180 milljónir spilana á YouTube.

 

Vinsældir hljómsveitarinnar eru á örskömmum tíma orðnar slíkar að nýjasta lag þeirra "Thro Sum Mo", sem skartar stórstjörnunni Nicki Minaj þaut strax á topp 10 lista hér um bil allra útvarpsstöðva í Bandaríkjunum.

 

Að auki verður sérstaklega glæsilegt úrval af íslenskum tónlistarmönnum fengnir til að koma fram á þessari miklu tónlistarveislu og til að mynda einn heitasti rappari Íslands Gísli Pálmi.

 

Miðasala hefst 13. maí kl. 10 á Miði.is og miðaverð er sem hér segir:

- 7.990 kr á gólfið, um 4.000 miðar í boði.

- 12.990 kr í stúku, um 1.000 miðar í boði (númeruð sæti.)

 

Daginn áður fer fram póstlistaforsala Senu; til að taka þátt í henni þá þarf einfaldlega að skrá sig á viðburðapóstlista Senu á www.sena.is.

 

Forsalan virkar svona: Kl. 10 þann 12. maí fá allir skráðir meðlimir sendan tölvupóst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis. Takmarkað magn miða er í boði í forsölunni: fyrstir koma, fyrstir fá.

Til bakaThe control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur


Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.