FM Fréttir

13.01.2015 16:46
Hamingjusömustu 5 kílómetrar lífs þíns!

Ert þú klár í hamingjusömustu 5 kílómetra lífs þíns?
The Color Run verður haldið í fyrsta skipti á Íslandi laugardaginn 6. júní 2015. Hlaupið er 5 km langt þar sem litagleði og tónlist ræður ríkjum.  Um er að ræða einstakan viðburð sem haldinn hefur verið í 40 löndum og tvær milljónir manna hafa tekið þátt í. Lyfjafyrirtækið Alvogen er bakhjarl hlaupsins og með stuðningi fyrirtækisins er stefnt að því að um 5 milljónir króna frá miðasölu renni til góðgerðarmála sem tengist réttindum barna.
Vinsamlegast athugið
Börn 8 ára og yngri fá frían aðgang í fylgd með fullorðnum.
Fjöldi hlaupara verður takmarkaður við 6.000 en sá fjöldi hefur nú þegar staðfest komu sína á samfélagssíðu hlaupsins sem fór í loftið nú í nóvember.  Meðal samstarfsaðila The Color Run á Íslandi eru Nýherji, sem mun útvega hljóð og myndbúnað í tengslum við viðburðinn, og Bai5 sem passa upp á að allir fái nóg að drekka.°
Nánar um The Color Run
Hlaupið fer fram laugardaginn 6. júní 2015, upphitun hefst kl. 09:00 og fyrstu hlauparar leggja af stað kl. 11:00. Nákvæm hlaupaleið verður tilkynnt á næstu vikum en unnið er að því að finna hentuga leið í miðborg Reykjavíkur. 
Í hlaupinu sjálfu fá þátttakendur afhentan hvítan bol í upphafi en með reglulegu millibili fara þeir í gegnum litastöðvar þar sem þeir fá yfir sig litaský og verða því skrautlegir þegar líður á hlaupið. Þegar komið er í mark tekur við lifandi tónlist og fjörugt eftirpartý. Engin tímataka er í hlaupinu og allir geta tekið þátt.
Innifalið í miðaverði
Keppnisbolur merktur The Color Run, poki af litapúðri, Bai5 orkudrykkur, Milt þvottaefni til að hreinsa fatnað eftir á, aðgangur að hamingjusömustu 5 kílómetrum lífs þíns og fjörugt eftirpartý.
Þegar nær dregur hlaupinu verður auglýst nánar hvar nálgast má miða og varning sem er í boði.
Fylgstu með okkur á Facebook 
Verslaðu The Color Run staðalbúnaðinn núna!
Þátttakendur eru hvattir til að koma litaglaðir til leiks og margir leggja mikið í útlitið. Við bjóðum keppendum að kaupa varning hér á síðunni og tryggja sér þannig helsta staðalbúnað fyrir viðburðinn.

Til bakaThe control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur


Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.