FM Fréttir

19.11.2013 14:25
Eldhúspartý FM957

Landsbankinn og B Okey kynna:

Eldhúspartý FM957.  Stórkostleg tónlistarveisla í Stúdentakjallaranum á Háskólatorgi.
Þriðja Eldhúspartý vetrarins fer fram fimmtudaginn 21 nóvember.

Fram koma:  Emmsjé Gauti, Jón Jónsson og Páll Óskar.  
Sérstakir gestir eru: Unnur Eggerts, Steinar og Steindi Jr & Bent.

Heppnir hlustendur geta nælt sér í borð fyrir fjóra með veglegum veitingum bæði í fljótandi og föstu formi.  Upplifðu alvöru Eldhúspartý með FM957 í Stúdentakjallaranum í samvinnu við Landsbankann og B Okey.


UM LISTAMENN:
EMMSJÉ GAUTI:  Þó Gauti sé ungur að árum hefur hann hellings reynslu í tónlistarbransanum.  Gaf út sína fyrstu plötu „Bara ég“ árið 2011 sem seldist mjög vel.  Gauti mætir með hljómsveit á svæðið sem er óvanalegt fyrir rappara

STEINDI JR & BENT:  Sjónvarpsmaðurinn Steindi Jr hefur stimplað sig vel inní tónlistarheiminn með grípandi lögum og skemmtilegum textum.  Honum til halds og trausts verður Rottweiler maðurinn Bent.

PÁLL ÓSKAR:  Pál Óskar þarf alls ekki að kynna.  Einn allra flottasti skemmtikraftur þjóðarinnar fyrr og síðar.  Páll Óskar mun frumflytja nýtt lag í Eldhúspartý FM957.

STEINAR:  Ungstirnið Steinar hefur verið að gera gott mót með laginu Up.  Hæfileikaríkur tónlistarmaður sem leyfir okkur að heyra meira af nýju efni í Eldhúspartýinu.

UNNUR EGGERTS:  Sló í gegn í undankeppni Eurovision hér á Íslandi og var hársbreidd frá því að tryggja sig til Svíþjóðar.  Þessi unga og efnilega söngkona hefur gefið út tvö lög sem hafa verið spiluð á FM og fá gestir að heyra meira af efni frá henni í Eldhúspartýinu.

JÓN JÓNSSON:  Jón Jónsson hefur legið undir feldi undanfarið og samið tónlist með hljómsveit sinni.  Strákurinn mætir ferskur með nýja tónlist og skemmtilegar sögur.

Til baka



The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur


Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.