Langar að berjast við OnlyFans-stelpur
Erika Nótt Einarsdóttir, átján ára íslensk hnefaleikakona, er rísandi stjarna bæði í hnefaleikaheiminum og á samfélagsmiðlum. Hún hefur vakið mikla athygli á TikTok síðustu misseri, og ekki síst á alþjóðavettvangi eftir að hún tók þátt í streymi bandaríska áhrifavaldsins Adins Ross. Fylgjendahópur hennar hefur vaxið hratt og er hún komin með yfir 47 þúsund fylgjendur á TikTok og yfir 38 þúsund á Instagram.
LÍFIÐ