Árlegu Litlu jól Blökastsins verða haldin í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 19:30 sunnudaginn 15. desember næstkomandi.
Fullt var út úr húsi Eldhúspartýi FM957 sem fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar kom fram rjómi tónlistarfólks á Íslandi í brjálaðri stemningu í eftirsóttasta partýi ársins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur Brennslunnar í morgun. Í þættinum var hann látinn lesa upp neikvæð ummæli um sjálfan sig og var hann meðal annars kallaður „dumb ass röflari.“
Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson, betur þekktur sem Big Sexy og bakarinn Jói Fel tókust á í æsispennandi bjórþambskeppni í Brennslunni á FM957 í morgun, allt fyrir klukkan níu. Þar lýsti útvarpsmaðurinn Rikki G öllu saman í beinni útsendingu.
Þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steindi Jr. standa fyrir haust-bingói Blökastsins klukkan 19:00 í kvöld. Sýnt verður frá bingóinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í beinni útsendingu.
Þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steindi Jr. standa fyrir árlega Haustbingó Blökastsins klukkan 19:00 sunnudaginn 20. október næstkomandi. Sýnt verður frá bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Tónlistarkonan Jóna Margrét Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við FM957. Þar mun hún stýra þætti alla virka daga frá tíu til tvö í beinni. Jóna segir langþráðan draum vera að rætast en hún hefur störf í næstu viku.
Finnskum útvarpsáhugamanni tókst á dögunum að bæta íslenskum útvarpsstöðvum í safn þeirra erlendu útvarpsstöðva sem hann nær að hlusta á í sumarbústaði sínum í finnskri sveit í norðurhluta Finnlands í Lapplandi. FM 957, Gullið og fleiri útvarpsstöðvar hljóma því í eyrum Finnans.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar.
Frábær þátttaka og mikil gleði var á partý golfmóti FM957 sem var haldið í níunda sinn síðastliðinn fimmtudag. Sjötíu og tveir keppendur mættu til leiks á mótinu sem fór fram á golfvelli Öndverðarness í Grímsnesi.
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason biðst afsökunar á að hafa talað óvarlega í útvarpsþætti á FM957 í síðustu viku. Um misheppnað grín hafi verið að ræða. Hann fordæmi allt kynferðisofbeldi.
Ummæli sem tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko, lét falla í Veislunni, útvarpsþætti á Fm957, hafa vakið upp nokkur viðbrögð í netheimum. Patrik spurði strák sem hringdi inn í þáttinn hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð.
Veðrið á Íslandi í sumar hefur vægast sagt valdið vonbrigðum. Fullyrðingar um frábært sumar gerði landsmenn spennta og vonbrigðin vegna sólarleysis leyna sér ekki. Sálfræðingar segja þó að ýmislegt sé hægt að gera til að auka hamingjuna í slæma veðrinu.
„Þegar maður greinist með lífshættulegan sjúkdóm þá lærir maður að líta á heiminn öðrum augum og það var einmitt á spítalanum sem ég öðlaðist nýja sýn á lífinu og tók ákvörðun að einblína á það jákvæða og fallega í lífinu,“ segir hinn sjarmerandi Vestmannaeyingur Guðjón Smári Smárason sem greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sextán ára gamall.
Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt karlakórnum Fjallabræður. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni.
Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum.
Þegar keppendur í Leikið um landið hófu þriðja keppnisdag í gær leiddi lið Bylgjunnar keppnina með 11 stig. Sigurvegarar síðasta árs, FM957, voru hins vegar í þriðja og síðasta sæti með 8 stig. Það var því alveg ljóst í upphafi dags að Egill Ploder og Kristín Ruth, liðsmenn FM957, vildu sjá breytingar á stöðunni.
Ástarsaga Jóhönnu Helgu Jensdóttur, áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, og Geirs Ulrich Skaftasonar viðskiptastjóra hjá Isavia á sér langan aðdraganda þar sem þau voru vinir um nokkurra ára skeið áður en þau felldu hugi saman.
Þrautabrautin Leikið um landið hófst í gær en þar skora útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 hver á aðra í skemmtilegum þrautum á leið sinni hringinn kringum landið.
Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 skora nú í annað sinn hver á aðra í þrautabrautinni Leikið um landið. Þann 20. maí leggja þrjú lið af stað í hringferð um Ísland þar sem áskoranirnar bíða.