Topp tónlist
Topp tónlist
00:00 - 07:00

Núna

Sabrina Carpenter

Taste

Næst

David Guetta & Anne-Marie

Baby Dont Hurt Me

Hlusta í beinni

Aron Can á toppi Íslenska listans

Kristín Ruth Jónsdóttir skrifar
Aron Can á toppi Íslenska listans
Lagið Flýg Upp með Aroni Can náði toppsæti Íslenska listans nú í vikunni.

Listinn gildir vikuna 12. til 19. júní. Fyrra topplag listans, Skinny með Kaleo, fer niður í sjötta sæti. Annað lag frá Kaleo, Hey Gringo, fer aftur á móti upp í annað sæti og næst á eftir kemur Lil Nas X með smellinn Montero.

Nýtt lag á lista er Dangerous Love með DJ Muscle Boy ft. Manswees í fjórða sæti. Einnig koma ný inn Offenbach & Quarterhead í 13. sæti með lagið Head Shoulder Knees & Toes og Friðrik Dór í 14. sæti með lagið Hvílíkur dagur.

Hægt er að skoða listann í heild sinni hér á nýrri heimasíðu FM957. 

Hér fyrir neðan má síðan hlusta á öll lögin á spilunarlistanum Íslenski listinn á Spotify. Við hvetjum hlustendur til að fylgja honum.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við Flýg upp með Aroni Can en með aðalhlutverk í myndbandinu fara Aron Can sjálfur, tónlistarkonan GDRN og Birnir.

Fleiri greinar