FM957 heldur bumbubolta mót laugardaginn 20.maí á BB King vellinum hjá Stjörnuheimilinu Ásgarði í Garðabæ. Spilaðir verða 5 mínútna leikir fimm á fimm, en hvert lið má innihalda 7 leikmenn, ATH AÐ LEIKMENN ÚR EFSTU ÞREMUR DEILDUM KARLA OG EFSTU TVEIMUR KVENNA ERU EKKI GJALDGENGIR Í MÓTIÐ.
Leikið er eftir riðlafyrirkomulagi sem endar með útsláttarkeppni þar sem eitt lið hreppir titilinn Íslandsmeistarar í Bumbubolta 2023.
Starfsmenn FM957, Egill Ploder og Rikki G verða umsjónarmenn og kynnar mótsins og sjá um að allt fari sómasamlega fram, fá til sín góða gesti og lýsa viðureignunum.
Ligjaldið á mótið eru 15.000kr eða rétt rúmlega 2000kr á mann fyrir 7 manna lið.
Verðlaun í keppninni eru þátttökugjöldin sem skiptast niður á efstu þrjú sætin (60% fyrsta sæti, 30% annað og 10% þriðja) ásamt glæsilegum verðlaunum frá samstarfsaðilum.
Ekki láta þetta fram hjá þér fara!
Við mælum með að lið verði tímanlega í að skrá sig þar sem mjög takmarkaður fjöldi liða kemst að á mótinu.