Jóhanna Helga Jensdóttir hefur verið ráðin í nýtt og umfangsmeira hlutverk á útvarpsstöðinni FM957 og mun nú fylgja hlustendum alla virka daga á milli klukkan tíu og tvö.
Tónlistarmaðurinn Aron Can hefur verið í pásu frá tónlist undanfarna mánuði. Ástæðan sé ekki flogakast sem hann fékk í sumar heldur rekstur steinefnafyrirtækisins R8iant. Hann gefur þó endurkomu undir fótinn og horfir til tíu ára afmælistónleika á næsta ári.
Þjálfari Íslandsmeistara Víkings, Sölvi Geir Ottesen, var tekinn í yfirheyrslu í Brennslunni á FM 957. Þar greindi hann meðal annars frá hjátrú sem hann var með fyrir leiki þegar hann var leikmaður.
Þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings, Sölvi Geir Ottesen, vill sjá Gylfa Þór Sigurðsson í íslenska landsliðinu. Sölvi kveðst hæstánægður með framlag Gylfa í Víkingi.
Útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson og sambýliskona hans Thelma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Embla Medical, eiga von á sínu öðru barni í byrjun næsta árs. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.
Það vakti mikla athygli þegar íslenska samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, kastaði brjóstahaldara upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín um helgina. Rapparinn endurbirti myndband frá henni á Instagram sem leiddi til þess að henni var boðið í eftirpartý með honum.
Hið árlega Haustbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi klukkan 19:30 í kvöld. Eins og alltaf eru stórir vinningar og strákarnir lofa stuði og stemningu.
Hið árlega Haustbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi klukkan 19:30 í kvöld. Eins og alltaf eru stórir vinningar og strákarnir lofa stuði og stemningu.
Hið árlega Haustbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi klukkan 19:30 á morgun, sunnudaginn 7. september. Eins og alltaf eru stórir vinningar og strákarnir lofa stuði og stemningu.
Það var líf og fjör á árlegu golfmóti FM957 sem haldið var á Hólmsvelli í Leiru síðastliðinn föstudag. Þetta er í tíunda sinn sem mótið fer fram, en keppt var í Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem tveggja manna lið spiluðu saman.
Rúrik Gíslason segir jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll 13. desember næstkomandi að öllum líkindum síðustu tónleika sveitarinnar, ef frá eru taldir mögulegir reunion-tónleikar í fjarlægri framtíð.
Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar.
Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er á leið á sína elleftu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Aron var gestastjórnandi í morgunþættinum Brennslan á FM957 fyrr í vikunni þar sem hann deildi tíu ráðum um hvað skal gera og hvað ekki til þess að njóta hátíðarinnar sem best.
Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út lagið LYFTESSU í dag í samstarfi við rapparann Saint Pete. Ágúst Karel og Jóhann Ágúst eru taktsmiðirnir.
Stefán Valmundarson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Sýnar. Hann mun stýra starfsemi útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM957, X977, Léttbylgjunnar, Gullbylgjunnar og hlaðvarpsveitunnar TAL.
Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, er einn af þekktustu útvarpsmönnum landsins. Hann hóf feril sinn á FM957 árið 1991 og starfaði þar samfleytt í 21 ár. Í tilefni 36 ára afmælis stöðvarinnar í dag rifjaði Svali upp minningar og óþægileg atvik í viðtali við Egil Ploder og Rikka G í morgunþættinum Brennslan.
Um þúsund fleiri voru í Laugardalshöll á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöll um helgina heldur en útgefið leyfi gerði ráð fyrir. Lögregla segir mannleg mistök hjá tónleikahaldara og umsækjanda um leyfi hafa ráðið því. Tónleikahaldari segist hafa stöðvað miðasölu um leið og hann áttaði sig á stöðu mála.
Þríeykið að baki útvarpsþættinum FM95Blö segist harma innilega að fólk hafi slasast á tónleikum sem haldnir voru í þeirra nafni. Þeir segjast ekki hafa viljað ræða við fjölmiðla strax þar sem þeir hafi ekki haft upplýsingar um nákvæmlega hvað hefði gerst. Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti þeirra sem birtist í dag.
Forsvarsmaður félagsins sem stóð að skipulagi umtalaðra tónleika FM95Blö á laugardag, þar sem mikill troðningur skapaðist á tímabili og einhverjir slösuðust, segir engan hafa getað séð fyrir það sem gerðist á tónleikunum. Hann leggur áherslu á að þríeykið í FM95Blö hafi ekki komið að framkvæmd og skipulagi heldur markaðsmálum og undirbúningi.
Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ sóttu um leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum en talið er að mun fleiri hafi verið á staðnum. Reyndur skipuleggjandi viðburða segir öryggisgæslu á tónleikum FM95BLÖ ekki hafa verið fullnægjandi. Áfengissala hófst fyrr en leyfi var fyrir.
Viðbragsaðilar funduðu í morgun með rekstraraðilum Laugardalshallar vegna stórtónleika FM95BLÖ þar sem fjöldi manns var hætt kominn vegna skipulags. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu en tónleikagestur segist enn vera að jafna sig.