Brennslan
Brennslan
07:00 - 10:00

Núna

Birnir & Aron Can

F.C.K

Næst

Ariana Grande

We Can't Be Friends

Hlusta í beinni

Harry Styles tónleikaferð: Tryggðu þér miða!

Agnes Ýr Arnarsdóttir skrifar
Harry Styles tónleikaferð: Tryggðu þér miða!
FM957 og Visitor ferðaskrifstofa kynna Harry Styles tónleika í London 19.júní

Sívinsæli tónlistamaðurinn, og fyrrum meðlimur ofur grúppunnar One Direction, Harry Styles er nú á tónleikaferðalagi um heiminn og er Visitor ferðaskrifstofa að bjóða upp á hópaferð með íslenskum fararstjóra á tónleika hans á Wembley í London. 

Ferðin er frá 17.-20.júní og tónleikarnir sjálfir á sunnudeginum 19.júní.  Innifalið í ferðinni er flug til og frá London Stansted, gisting í þrjár nætur á fjögurra stjörnu hóteli rétt hjá Kensington Highstreet, miðar á besta stað á Wembley club svæði og íslensk fararstjórn

Tónleikarnir eru nú þegar uppseldir og eru þetta því einu miðarnir sem eru í boði, tryggðu þér þinn miða hér .

Stuðboltar FM957 Ósk Gunnars og Kristín Ruth fara með í ferðina og það er aldrei að vita hverju þær taka uppá.

FM957 í samstarfi við Visitor var með leik í gangi þar sem einn heppinn hlustandi gat tryggt sér miða fyrir sig og einn vin í þessa mögnuðu ferð. 

Hún Sólrún Haraldsdóttir var svo heppin að næla sér í þá miða og við óskum henni til hamingju með stóra vinninginn🥳

Ekki missa af þessum mögnuðu tónleikum og þessari ótrúlega skemmtilegu ferð! Bókaðu þitt pláss hér = Visitor

 

Fleiri greinar