Topp tónlist
Topp tónlist
18:00 - 23:59

Núna

David Guetta & Anne-Marie

Baby Dont Hurt Me

Næst

Jazzy

Giving Me

Hlusta í beinni

Ávarp útvarpsstjóra

Tinni Sveinsson skrifar
Ávarp útvarpsstjóra
Ágætu hlustendur, verið velkomin að viðtækjunum. Það er með sannri ánægju og gleði í hjarta að við hefjum útsendingu hér á Útvarp 101.

Ágætu hlustendur, verið velkomin að viðtækjunum.

Það er með sannri ánægju og gleði í hjarta að við hefjum útsendingu hér á Útvarp 101.

Útvarp 101 er meira en útvarp. Útvarp 101 er samfélag. Samfélag þar sem fjölmenning, listir og skapandi hugsun ræður ríkjum

Og öllum er boðið að taka þátt.

Við viljum eiga í samtali við hlustendur okkar og taka þátt í því sem þið takið ykkur fyrir hendur og ekkert er okkur óviðkomandi

Draumur minn er að þessi miðill verði í sífelldri þróun og geti tekið miklum breytingum. Ég hlakka til að hlusta eftir mörg ár. Hvernig tónlist mun hljóma og ekki síður tungumálið.

Við munum hafa okkur öll við að staðna ekki og erum sífellt í leit að nýjum hugmyndum. Þannig viljum við verða hluti af daglegu lífi hlustenda.

Í útvarpinu bjóðum við upp á ferskustu tónlistina og spilunarlistar okkar eru í jöfnum kynjahlutföllum. Við bjóðum líka upp á talað mál. Morgunþátt og síðdegisþátt, tónlistarþætti um miðjan dag og lengri umfjallanir þegar halla tekur degi.

Á samfélagsmiðlum undir notendanafninu @101liveradio sýnum við sjónvarpsþætti þvert á alla miðla, sniðið að þörfum nútímaneytenda og leyfum fólki líka að skyggnast bakvið tjöldin.

Á vefsíðunni 101.live mun svo allt þetta efni safnast saman ásamt ítarlegri greiningum á málefnum líðandi stundar.

Nú þegar við hefjum störf erum við 8 talsins sem verðum í útsendingu, en á bakvið okkur er stór hópur af fólki í ýmsum hlutverkum.

Hljóð, mynd, handrit og rekstur stöðvarinnar eru í góðum höndum fagfólks í hverju horni.

Við fjölskyldur okkar allra vil ég segja, takk fyrir þolinmæðina og takk fyrir að standa með okkur.

Kæru hlustendur takk fyrir að stilla inn. Eftir tveggja ára undirbúning, blóð, svita og tár í bland við spenning og kvíða er það mér sannur heiður að fá að hefja hér leik.

Ég bið ykkur vel að lifa og megið þið skemmta ykkur vel.

Fleiri greinar